Námskeið

Fyrir hópa og einstaklinga

Bjóðum upp á styttri og lengri námskeið fyrir litla sem stóra hópa.
Við leggjum áherslu á að útskýrt allt á mannamáli og þarf þú ekki að vera sérfærðingu til að koma á námskeið hjá okkur.

Hlaupatækni

Lágmarks fjöldi er þrír einstaklingar

Með réttri hlaupatækni getur hlaupari minnkað líkur á meiðslum ásamt því að auka hlaupahraða verulega. Lagt er áhersla á góða hlaupatækni og hvernig við beitum okkur þegar við hlaupum. Æfingar kenndar sem hjálpa okkur að laga líkamsstöðu og bæta tækni. Farið í góða og hnitmiðaða upphitun fyrir hlaup og dýnamíska upphitunaræfingar kenndar sem losa um ákveðna vöðvahópa og virkja þá sem við notum helst þegar við hlaupum.

Nokkrum góðar styrktaræfingar kenndar sem gott er að gera til að bæta tækni og/eða líkamsstöðu.

Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi einhvern grunn í hlaupum áður en farið er á þetta námskeið s.s. að hafa hlaupið reglulega í 2-3 mánuði.

Æfingar: 2 staka æfingar með þjálfara, 60-90 mín í senn.

Verð: 15.000 kr. á mann (3-6 saman í hóp) Tilboð fyrir stærri hópa.

Nánari upplýsingar veitir Hafþór á netfangið haffiben@ithrottir.is

4-6 vikna hlaupanámskeið

Lágmark 6 manns.

Fyrir alla sem langar til að hlaupa 5 km. án þess að stoppa, hvort sem það eru nýliðar í hlaupum eða þá sem eru að byrja aftur eftir smá pásu.

Áhersla verður lögð á góða hlaupatækni og hnitmiðaða upphitun fyrir hlaup. Ýmis hugtök sem hlauparar nota reglulega verða útskýrð á mannamáli og ættu þátttakendur að þekkja þessi hugtök að námskeiði loknu.

Æfingar: 2 æfingar með þjálfara í viku einnig er gert ráð fyrir að þátttakendur hlaupi sjálfir einu sinni í viku. Hver æfing er 40-60 mín.
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið

Tilvalið fyrir fyrirtæki og/eða stærri hópa.
Verð frá: 10.000 kr. á mann (Lágmark 6 manns) Tilboð fyrir stærri hópa.

Nánari upplýsingar veitir Hafþór á netfangið haffiben@ithrottir.is

SÉRSNIÐIN ÆFINGAÁÆTLUN

Hentar litlum sem stórum hópum

Við sérhönnum æfingaáætlun sem hentar þínum þörfum, hvort sem þú villt æfa heim eða  í líkamsrætarstöðu.

Þú hittir þjálfar og farið er í gegnum FMS greiningu (Functional Movement Screen) en þetta er greiningarpróf þar sem metið er vöðvajafnvægi, styrkur og hreyfigeta íþróttamanna. Niðurstöðurnar er hægt að nota til að meta meiðslahættu, fyrirbyggja meiðsli með styrktar- og teygjuæfingum. Hentar jafnt einstaklingum sem stærri hópum.

Að loknu FMS greiningu færð þú ráðleggingu um hvaða teygjur og styrktaræfingar hentar þér. Lögð áhersala að alhliða styrkt, meiðslaforvarnir, liðleika, bætta líkamsstöðu.

Æfingar: 2-4 æfingar í viku þar sem þú stjórnar því hvort þú vilt fara í líkamsræktina eða bara gera æfingarnar heima.
Tímabil: 4-6 vikur. Verð frá: 17.500 kr.

Allar æfingar og myndbönd af æfingum eru í innskránignarsíðum á íþróttir.is

Nánari upplýsingar veitir Hafþór eða Villi á netfangið ithrottir@ithrottir.is