Styrktarþjálfun

Fyrir hlaupara í fjarþjálfun

Styrktarþjálfun er mjög mikilvægt fyrir hlaupara bæði til að bæta árangur og til að fyrirbyggja meiðsli. Hjá okkur færð þú æfignaáætlun sem sérsniðnar eru að þörfum hlaupara með áherslu á að fyrirbyggja meiðsli og auka kraft/hraða.

Allar æfingarnar eru í fjarþjálfun og er lítið mál að bæta þessum æfingum við núverandi æfingaáætlun. Þú færð þú aðgang að ithrottir.is þar sem þú getur skoðað myndbönd af öllum æfingum. Lítið mál er að skoða æfingar í tölvunni heima eða í símanum þegar þér hentar.

Styrktarþjálfun fyrir hlauparann

Allt sem þú þarft allt árið um kring. Sérhannaðar æfingar fyrir hlaupara sem miða að því að auka kraft og fyrirbyggja meiðsli. Gert er ráð fyrir því að hlauparar haldi áfram sínum hlaupaæfingum og bæti við styrktarþjálfun. Misjafnt er hvort það eru 1, 2 eða 3 æfingar í viku, það fer allt eftir tímabili en flestar vikurnar er gert ráð fyrir 2 æfingum í viku.

Árinu er skipt upp í 3 æfingatímabil 4 mánuði í senn.

  • Grunntímabil er frá september út desember
  • Undirbúningstímabil er frá janúar út apríl
  • Keppnistímabilið frá maí út ágúst

Verð frá 4.500 kr á mánuði!

Markmiðið er að bjóða upp á heildarpakka fyrir hlauparar sem vilja stunda styktarþjálfun með hlaupunum. Æfingaálagi er stjórnarð eftir tímabilum og er gert ráð fyrir því að hlauparar taki virkan þátt vinsælum hlaupum hér á íslandi og er æfingaálag minnkað á keppnistímabili (yfir sumarið) og er álag aukið aftur þegar því líkur.

Áherslan er að hafa æfingar fjölbreyttar og skemmtilegar með það að markmiði að auka kraft og styrk hjá hlauparanum sem skilar sér þá í meiri hlaupahraða jafnframt er lögð áhersla á að viðhalda almennum styrk, vöðvajafnvægi.

Gert er ráð fyrir því að iðkandi hafi aðgang að líkamsræktarstöð. Nauðsynlegt er að eiga æfingateygju (Mini bands) til að stunda æfingar. Hægt er að kaupa þessar teygjur hjá Íþróttir.is

Æfingar: 2-3 æfingar í viku, 30-60 mín hver æfing.
Lengd tímabils: Hægt er að kaup 3,6 eða 12 mánaða áskrift.

Greitt er fyrir heilt tímabil í einu

  • 22.500 kr. fyrir 3 mánaða áskrift – 7.500 kr á mánuði
  • 39.000 kr. fyrir 6 mánaða áskrift – 6.500 kr á mánuði
  • 54.000 kr. fyrir 12 mánaða áskrift –  Aðeins 4.500 kr. á mánuð!

Allar nánari upplýsingar veitir Hafþór á netfangið haffiben@ithrottir.is

Skrá mig í styrktarþjálfun
Grunnþjálfun fyrir hlaupara

Í grunnþjálfun fyrir hlaupara er lögð áhersala að alhliða styrkt, meiðslaforvarnir, liðleika, bætta líkamsstöðu og að byggja upp góðann grunn. Gert er ráð fyrir að þeir sem ekki hafa reynslu af styrktarþjálfun fari fyrst í Grunnþjálfun fyrir hlaupara áður en keypt er áskrift af Styrktarþjálfun fyrir hlaupara.

Æfingar: 2 æfingar í viku, 30-60mín hver æfing yfir 8 vikna tímabil.

Nauðsynlegt er að eiga æfingateygju (Mini bands) til að stunda æfingar. Hægt er að kaupa þessar teygjur hjá Íþróttir.is. Ekki ert gert ráð fyrir því að iðkandi hafi aðgang að líkamsrætarstöð.

Verð: 9.900 kr.

Skrá mig í styrktarþjálfun
Sérsniðin æfingaáætlun

Við sérhönnum æfingaáætlun sem hentar þínum þörfum, hvort sem þú villt æfa heim eða  í líkamsrætarstöðu. Þú getur valið eins margar æfingar og þú villt og hvað þær taka langan tíma.

Þú hittir þjálfar og farið er í gegnum FMS greiningu (Functional Movement Screen) en þetta er greiningarpróf þar sem metið er vöðvajafnvægi, styrkur og hreyfigeta íþróttamanna. Niðurstöðurnar er hægt að nota til að meta meiðslahættu, fyrirbyggja meiðsli með styrktar- og teygjuæfingum.

Að loknu FMS greiningu færð þú ráðleggingu um hvaða teygjur og styrktaræfingar hentar þér. Lögð áhersala að alhliða styrkt, meiðslaforvarnir, liðleika, bætta líkamsstöðu.

Æfingar: 2-3 æfingar í viku þar sem þú stjórnar því hvort þú vilt fara í líkamsræktina eða bara gera æfingarnar heima.
Tímabil: 4 vikur.

Allar æfingar og myndbönd af æfingum eru í innskránignarsíðum á íþróttir.is

Verð: 17.500 kr.

Skrá mig í styrktarþjálfun